Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Skilur ekki viðbrögð stuðningsmanna - „Á skilið að vera kvaddur með stæl“
Mynd: EPA
Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, segist ekki skilja hatrið sem Trent Alexander-Arnold hefur fengið á samfélagsmiðlum eftir að Athletic sagði frá því að hann væri á leið til Real Madrid í sumar.

Stuðningsmenn eru ekki alls kosta sáttir með Trent, sem er fæddur og uppalinn Liverpool-maður.

Hann er sagður hafa hafnað mörgum samningstilboðum frá Liverpool og sé staðráðinn í að fara til Real Madrid.

Það bætir þá gráu ofan á svart að hann sé að yfirgefa uppeldisfélagið á frjálsri sölu eins og Steve McManaman gerði árið 1999.

Warnock, sem vinnur í dag sem spekingur í breska sjónvarpinu, er hissa á þessari neikvæðni í garð Trent.

„Trúi ekki þessari neikvæðni sem beint er að Trent Alexander-Arnold og mögulegum félagaskiptum hans frá Liverpool. Ég hef séð ummæli um að hann ætti að skammast sín og hann hafi ekki sýnt félaginu hollustu sína. Það fólk er á villigötum.“

„Hann á rétt á að taka eigin ákvarðanir og skora á sjálfan sig í annarri deild og öðru landi. Hann hefur unnið allt með Liverpool og þjónað þessu félagi ótrúlega vel og verðskuldar að vera kvaddur með stæl,“
sagði Warnock á X.

Liverpool og Real Madrid hafa ekki sent frá sér tilkynningu varðandi framtíð Trent og hefur leikmaðurinn þá verið þögull sem gröfin síðustu mánuði. Skiptin verða því líklega ekki tilkynnt fyrr en eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner