Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 27. apríl 2019 17:18
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Höfum strögglað í æfingaleikjunum
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu 3 stig til Grindavíkur í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður skoruðu Blikar tvívegis í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim í Kópavoginn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var erfið fæðing, Grindvíkingar komu vel gíraðir inní þennan leik varnarlega og þéttu vel varnarleikinn hjá sér og við náðum illa að brjóta þá en við vorum í fyrri hálfleik með vindi og ég hefði viljað að við hefðum skapað okkur fleiri færi og afgerandi.“
Sagði Gústi um þróun leiksins í dag.

Athygli vakti fyrir leik að þrír leikmenn sem hafa gengið til liðs við Blika síðustu daga voru allir í byrjunarliðinu

„Við erum búnir að vera ströggla í æfingaleikjunum undanfarið og mér fannst það réttast að koma þeim inn og þeir voru ferskir og bara fínt fyrir hópinn og liðið að fá þá beint inn.“

Jonathan Hendrickx er eins og komið hefur fram líklega á förum frá Breiðablik i sumar og lá því beint við að spurja hvort Ágúst væri að leita að frekari styrkingu í hans stað

„Já það er líklegt að hann fari í glugganum til Belgíu hans heimalands og það er félag þar sem vill fá hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari þangað og njóti þess en við erum að skoða styrkingar líka áfram og Jonathan er frábær leikmaður og hefur nýst okkur gríðarlega vel þannig að við finnum góðann mann fyrir hann.“

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner