Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   lau 27. apríl 2019 17:18
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Höfum strögglað í æfingaleikjunum
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu 3 stig til Grindavíkur í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður skoruðu Blikar tvívegis í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim í Kópavoginn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var erfið fæðing, Grindvíkingar komu vel gíraðir inní þennan leik varnarlega og þéttu vel varnarleikinn hjá sér og við náðum illa að brjóta þá en við vorum í fyrri hálfleik með vindi og ég hefði viljað að við hefðum skapað okkur fleiri færi og afgerandi.“
Sagði Gústi um þróun leiksins í dag.

Athygli vakti fyrir leik að þrír leikmenn sem hafa gengið til liðs við Blika síðustu daga voru allir í byrjunarliðinu

„Við erum búnir að vera ströggla í æfingaleikjunum undanfarið og mér fannst það réttast að koma þeim inn og þeir voru ferskir og bara fínt fyrir hópinn og liðið að fá þá beint inn.“

Jonathan Hendrickx er eins og komið hefur fram líklega á förum frá Breiðablik i sumar og lá því beint við að spurja hvort Ágúst væri að leita að frekari styrkingu í hans stað

„Já það er líklegt að hann fari í glugganum til Belgíu hans heimalands og það er félag þar sem vill fá hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari þangað og njóti þess en við erum að skoða styrkingar líka áfram og Jonathan er frábær leikmaður og hefur nýst okkur gríðarlega vel þannig að við finnum góðann mann fyrir hann.“

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir