Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   lau 27. apríl 2019 17:18
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Höfum strögglað í æfingaleikjunum
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu 3 stig til Grindavíkur í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður skoruðu Blikar tvívegis í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim í Kópavoginn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var erfið fæðing, Grindvíkingar komu vel gíraðir inní þennan leik varnarlega og þéttu vel varnarleikinn hjá sér og við náðum illa að brjóta þá en við vorum í fyrri hálfleik með vindi og ég hefði viljað að við hefðum skapað okkur fleiri færi og afgerandi.“
Sagði Gústi um þróun leiksins í dag.

Athygli vakti fyrir leik að þrír leikmenn sem hafa gengið til liðs við Blika síðustu daga voru allir í byrjunarliðinu

„Við erum búnir að vera ströggla í æfingaleikjunum undanfarið og mér fannst það réttast að koma þeim inn og þeir voru ferskir og bara fínt fyrir hópinn og liðið að fá þá beint inn.“

Jonathan Hendrickx er eins og komið hefur fram líklega á förum frá Breiðablik i sumar og lá því beint við að spurja hvort Ágúst væri að leita að frekari styrkingu í hans stað

„Já það er líklegt að hann fari í glugganum til Belgíu hans heimalands og það er félag þar sem vill fá hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari þangað og njóti þess en við erum að skoða styrkingar líka áfram og Jonathan er frábær leikmaður og hefur nýst okkur gríðarlega vel þannig að við finnum góðann mann fyrir hann.“

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner