Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 27. apríl 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Nik: Slaufkóngurinn segir ekki meira Covid
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kemur ekki sérstaklega á óvart. Stelpurnar stóðu sig vel í fyrra og ættu að fá sjálfstraust við að sjá að það var tekið eftir frammistöðu þeirra," segir Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar í spá Fótbolta.net.

Nýliðar Þróttar kom skemmtilega á óvart í fyrra og enduðu í 5. sæti deildarinnar.

„Eftir að hafa rætt við þjálfara þá er annað árið erfiðara en það fyrsta. Þjálfararnir þekkja okkur betur, andstæðingarnir þekkja okkur betur og það eru meiri væntingar frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum."

„Við vitum hvað við viljum afreka og við þurfum að halda áfram að byggja ofan á leikstíinn frá síðasta tímabili. Vonandi truflar okkur ekkert á þessu tímabili. Slaufkóngurinn segir ekki meira Covid."


Þróttarar hafa fengið nýja erlenda leikmenn og nokkrar breytingar eru frá því í fyrra.

„Miðað við æfingarnar er ég ánægður með hópinn í vetur en á meðan við erum að byrja að spila leiki og fá nýju leikmennina inn, nýta hæfileika þeirra og byggja upp samböndin í hópnum þá verða alltaf einhverjar hindranir í veginum. Frá byrjunarliðinu gegn KR verður hálft byrjunarliðið nýtt í fyrsta leik gegn Tindastóli í ár," sagði Nik en er meiri liðsstyrkur á leiðinni? „Einungis frá Íslandi ef réttu leikmennirnir bjóðast."

Nik reiknar með spennandi deild. „Það er mikil samkeppni og ýmislegt kom á óvart í fyrra. Ég sé ekki að þetta tímabil verði öðruvísi. Það eru mismunandi leikstílar og leikmenn sem geta kryddað alla leiki. Ég vona bara að stuðningsmenn geti mætt og horft á leikina af krafti."
Athugasemdir
banner
banner