Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. apríl 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Guardiola besti stjóri heims
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Annað kvöld verður fyrri undanúrslitaleikur Paris St Germain og Manchester City í Meistaradeildinni.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, segir að hann sé að fara að mæta besta stjóra heimsins í Guardiola.

„Að mínu mati er hann sá besti," segir Pochettino.

„Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og hann hefur unnið magnað starf. Hann er ótrúlegur þjálfari, alltaf hugsandi um mismunandi aðferðir og leikskipulag."

Pochettino stýrði Tottenham í úrslit Meistaradeildarinnar 2019 og spurning hvort hann endurtaki nú leikinn með PSG.
Athugasemdir
banner
banner