Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bale: Steph Curry spilar golf á leikdegi
Mynd: Getty Images
Gareth Bale hefur legið undir mikilli gagnrýni á Spáni fyrir mikinn áhuga sinn á golfi, þar sem stuðningsmenn Real Madrid saka hann um að taka golf framyfir fótbolta.

Bale, sem verður 31 árs í júlí, hefur verið hjá Real Madrid í sjö ár en tími hans hjá félaginu virðist brátt vera á enda. Samningur hans við félagið rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2022.

„Það er mikið af fólki sem sér eitthvað athugavert við það að ég spili golf. Ég skil ekki hvers vegna. Ég hef oft rætt um þetta og fólki finnst yfirleitt eðlilegt að ég spili golf," sagði Bale í The Erik Anders Lang Show.

„Fjölmiðlar hafa verið að gera sér mikinn mat úr þessu, þeir segja að ég ætti frekar að hvíla mig heldur en að hætta á að meiðast í golfi. Ég sé íþróttamenn í Bandaríkjunum, til dæmis Stephen Curry (helsta stjarna Golden State Warriors í NBA), sem fara í golf sama dag og þeir eiga keppnisleik. Ef ég fer í golf tveimur dögum fyrir leik verður allt vitlaust."

Bale hefur skorað 105 mörk í 249 leikjum hjá Real Madrid en þar á meðal eru afar mikilvæg mörk. Hann kom til að mynda inn af bekknum og skoraði tvennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, auk þess að gera sigurmarkið gegn Barcelona í úrslitaleik spænska bikarsins 2014.

Mikilvægasta mark Bale kom þó líklega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Atletico Madrid 2014, rúmum mánuði eftir sigurmarkið gegn Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner