Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers að kaupa Ianis Hagi fyrir 3 milljónir
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi, sonur rúmensku goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, hefur verið að gera góða hluti að láni hjá Rangers þar sem hann spilar undir stjórn Steven Gerrard í skoska boltanum.

Paul Joyce, fréttamaður The Times, heldur því fram að Rangers sé búið að ganga frá kaupum á Hagi, fyrir þrjár milljónir punda auk árangurstengdra aukagreiðslna og hlutfalls af næstu sölu.

Hagi er 21 árs gamall og getur leikið framarlega á miðjunni og á báðum köntum. Hann kom til Rangers að láni frá belgíska félaginu Genk í lok janúar og hefur hrifið Gerrard sem ákvað að nýta kaupmöguleikann í lánssamningnum.

Hagi á 10 leiki að baki fyrir A-landslið Rúmeníu og verður áhugavert að sjá hvernig íslenska landsliðið tekur á móti honum í umspili fyrir EM.

Hagi fór beint inn í byrjunarliðið hjá Rangers og hefur verið ómissandi hlekkur þar frá komu sinni til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner