Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. maí 2022 09:45
Elvar Geir Magnússon
Toure: Salah ætti að vera hjá Liverpool út ævina
Egypski landsliðsmaðurinn Mo Salah.
Egypski landsliðsmaðurinn Mo Salah.
Mynd: EPA
Vangaveltur hafa verið í gangi um að Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool á næsta ári. Yaya Toure, fyrrum miðjumaður Manchester City, var í viðtali við BBC og hvetur Salah til að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.

„Vertu áfram þar sem þú hefur verið elskaður, þar sem virðing hefur verið borin fyrir þér. Það gerir alla sterkari að vera hjá félögum þar sem þú ert með sama stjórann eða þjálfarana í mörg ár," segir Toure.

„Það þýðir að þeir þekkja þig betur, vita hvernig þú getur bætt þig og gert þig að topp manneskju. Hann er elskaður í Liverpool og mér finnst að hann ætti að vera þar áfram."

„Ég tel að hann ætti að skrifa undir samning út ævina vegna þeirra þýðingar sem félagið hefur fyrir hann."

Salah verður í eldlínunni með Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner