Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 27. maí 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst: Var ekki að búast við að byrja svona vel
Þrjú mörk í þremur leikjum
Þrjú mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Njarðvík
Úlfur Ágúst Björnsson var í vor í leit að spiltíma í meistaraflokksbolta og fékk tækifæri til þess að fara til Njarðvíkur.

Úlfur er fæddur árið 2003 og er FH-ingur. Hann var í leikmannahópnum hjá FH í byrjun móts en ákvað að stökkva á tækifærið þegar Njarðvík stóð til boða. Þar hefur hann staðið sig vel, spilað sem fremsti maður og skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

Úlfur hefur einnig spilað sem miðvörður en hann var valinn sem slíkur þegar hann fékk kallið í U19 landsliðsverkefni síðasta vor. Ástríðan vakti í vikunni athygli á góðri byrjun Úlfs og í dag ræddi hann við Fótbolta.net.

„Byrjunin hefur komið mér á óvart, var ekki að búast við því að ég myndi byrja svona vel en vonandi næ ég bara að halda því áfram. Það er planið allavega," sagði Úlfur.

„Ég var ekki að búast við því að komast strax inn í byrjunarliðið en ég var ekkert á móti því. Vonandi næ ég að halda mér í liðinu."

Hvernig kom til að þú fórst til Njarðvíkur á lán?

„Mig langaði bara að fara á lán og Njarðvík vildi fá mig. Það var stutt í tímabilið, var ekki lengi að gerast og ég kýldi á þetta og sé ekkert eftir því."

„Nei, það er ekkert vesen að keyra þangað. Þetta er stutt keyrsla, ég er í Hafnarfirðinum þannig þetta tekur enga stund."
Úlfur er kominn með vinnu í Njarðvík og segir hann að það hafi ekki verið planið fyrir sumarið.

„Ég held það megi alveg segja að sú staðreynd að ég sé að spila með Njarðvík ýtti undir það," sagði Úlfur léttur.

Úlfur er fjölhæfur leikmaður, leysir þessa stundina stöðu fremsta manns hjá Njarðvík en getur einnig spilað aðrar stöður. „Ég spilaði hafsent aðeins í yngri flokkunum. Já, ég myndi nú segja það [að ég hafi alltaf verið með þetta markanef]. Ég skoraði alveg þegar ég var í hafsentinum og vonandi held ég því áfram í 'strikernum'."

Njarðvík vann gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni. Úlfur segir upplifunina hafa verið sturlaða. „Ég hef aldrei spilað fyrir 1200 manns, það er mjög mikill rígur milli liðanna þannig það var geðveikt að vera þarna inná. Í upphitun og í leiknum fann maður fyrir spennunni sem var geðveikt," sagði Úlfur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner