Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 27. maí 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst: Var ekki að búast við að byrja svona vel
Þrjú mörk í þremur leikjum
Þrjú mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Njarðvík
Úlfur Ágúst Björnsson var í vor í leit að spiltíma í meistaraflokksbolta og fékk tækifæri til þess að fara til Njarðvíkur.

Úlfur er fæddur árið 2003 og er FH-ingur. Hann var í leikmannahópnum hjá FH í byrjun móts en ákvað að stökkva á tækifærið þegar Njarðvík stóð til boða. Þar hefur hann staðið sig vel, spilað sem fremsti maður og skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

Úlfur hefur einnig spilað sem miðvörður en hann var valinn sem slíkur þegar hann fékk kallið í U19 landsliðsverkefni síðasta vor. Ástríðan vakti í vikunni athygli á góðri byrjun Úlfs og í dag ræddi hann við Fótbolta.net.

„Byrjunin hefur komið mér á óvart, var ekki að búast við því að ég myndi byrja svona vel en vonandi næ ég bara að halda því áfram. Það er planið allavega," sagði Úlfur.

„Ég var ekki að búast við því að komast strax inn í byrjunarliðið en ég var ekkert á móti því. Vonandi næ ég að halda mér í liðinu."

Hvernig kom til að þú fórst til Njarðvíkur á lán?

„Mig langaði bara að fara á lán og Njarðvík vildi fá mig. Það var stutt í tímabilið, var ekki lengi að gerast og ég kýldi á þetta og sé ekkert eftir því."

„Nei, það er ekkert vesen að keyra þangað. Þetta er stutt keyrsla, ég er í Hafnarfirðinum þannig þetta tekur enga stund."
Úlfur er kominn með vinnu í Njarðvík og segir hann að það hafi ekki verið planið fyrir sumarið.

„Ég held það megi alveg segja að sú staðreynd að ég sé að spila með Njarðvík ýtti undir það," sagði Úlfur léttur.

Úlfur er fjölhæfur leikmaður, leysir þessa stundina stöðu fremsta manns hjá Njarðvík en getur einnig spilað aðrar stöður. „Ég spilaði hafsent aðeins í yngri flokkunum. Já, ég myndi nú segja það [að ég hafi alltaf verið með þetta markanef]. Ég skoraði alveg þegar ég var í hafsentinum og vonandi held ég því áfram í 'strikernum'."

Njarðvík vann gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni. Úlfur segir upplifunina hafa verið sturlaða. „Ég hef aldrei spilað fyrir 1200 manns, það er mjög mikill rígur milli liðanna þannig það var geðveikt að vera þarna inná. Í upphitun og í leiknum fann maður fyrir spennunni sem var geðveikt," sagði Úlfur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner