Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 27. maí 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst: Var ekki að búast við að byrja svona vel
Þrjú mörk í þremur leikjum
Þrjú mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Njarðvík
Úlfur Ágúst Björnsson var í vor í leit að spiltíma í meistaraflokksbolta og fékk tækifæri til þess að fara til Njarðvíkur.

Úlfur er fæddur árið 2003 og er FH-ingur. Hann var í leikmannahópnum hjá FH í byrjun móts en ákvað að stökkva á tækifærið þegar Njarðvík stóð til boða. Þar hefur hann staðið sig vel, spilað sem fremsti maður og skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

Úlfur hefur einnig spilað sem miðvörður en hann var valinn sem slíkur þegar hann fékk kallið í U19 landsliðsverkefni síðasta vor. Ástríðan vakti í vikunni athygli á góðri byrjun Úlfs og í dag ræddi hann við Fótbolta.net.

„Byrjunin hefur komið mér á óvart, var ekki að búast við því að ég myndi byrja svona vel en vonandi næ ég bara að halda því áfram. Það er planið allavega," sagði Úlfur.

„Ég var ekki að búast við því að komast strax inn í byrjunarliðið en ég var ekkert á móti því. Vonandi næ ég að halda mér í liðinu."

Hvernig kom til að þú fórst til Njarðvíkur á lán?

„Mig langaði bara að fara á lán og Njarðvík vildi fá mig. Það var stutt í tímabilið, var ekki lengi að gerast og ég kýldi á þetta og sé ekkert eftir því."

„Nei, það er ekkert vesen að keyra þangað. Þetta er stutt keyrsla, ég er í Hafnarfirðinum þannig þetta tekur enga stund."
Úlfur er kominn með vinnu í Njarðvík og segir hann að það hafi ekki verið planið fyrir sumarið.

„Ég held það megi alveg segja að sú staðreynd að ég sé að spila með Njarðvík ýtti undir það," sagði Úlfur léttur.

Úlfur er fjölhæfur leikmaður, leysir þessa stundina stöðu fremsta manns hjá Njarðvík en getur einnig spilað aðrar stöður. „Ég spilaði hafsent aðeins í yngri flokkunum. Já, ég myndi nú segja það [að ég hafi alltaf verið með þetta markanef]. Ég skoraði alveg þegar ég var í hafsentinum og vonandi held ég því áfram í 'strikernum'."

Njarðvík vann gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni. Úlfur segir upplifunina hafa verið sturlaða. „Ég hef aldrei spilað fyrir 1200 manns, það er mjög mikill rígur milli liðanna þannig það var geðveikt að vera þarna inná. Í upphitun og í leiknum fann maður fyrir spennunni sem var geðveikt," sagði Úlfur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner