Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 27. maí 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst: Var ekki að búast við að byrja svona vel
Þrjú mörk í þremur leikjum
Þrjú mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Njarðvík
Úlfur Ágúst Björnsson var í vor í leit að spiltíma í meistaraflokksbolta og fékk tækifæri til þess að fara til Njarðvíkur.

Úlfur er fæddur árið 2003 og er FH-ingur. Hann var í leikmannahópnum hjá FH í byrjun móts en ákvað að stökkva á tækifærið þegar Njarðvík stóð til boða. Þar hefur hann staðið sig vel, spilað sem fremsti maður og skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

Úlfur hefur einnig spilað sem miðvörður en hann var valinn sem slíkur þegar hann fékk kallið í U19 landsliðsverkefni síðasta vor. Ástríðan vakti í vikunni athygli á góðri byrjun Úlfs og í dag ræddi hann við Fótbolta.net.

„Byrjunin hefur komið mér á óvart, var ekki að búast við því að ég myndi byrja svona vel en vonandi næ ég bara að halda því áfram. Það er planið allavega," sagði Úlfur.

„Ég var ekki að búast við því að komast strax inn í byrjunarliðið en ég var ekkert á móti því. Vonandi næ ég að halda mér í liðinu."

Hvernig kom til að þú fórst til Njarðvíkur á lán?

„Mig langaði bara að fara á lán og Njarðvík vildi fá mig. Það var stutt í tímabilið, var ekki lengi að gerast og ég kýldi á þetta og sé ekkert eftir því."

„Nei, það er ekkert vesen að keyra þangað. Þetta er stutt keyrsla, ég er í Hafnarfirðinum þannig þetta tekur enga stund."
Úlfur er kominn með vinnu í Njarðvík og segir hann að það hafi ekki verið planið fyrir sumarið.

„Ég held það megi alveg segja að sú staðreynd að ég sé að spila með Njarðvík ýtti undir það," sagði Úlfur léttur.

Úlfur er fjölhæfur leikmaður, leysir þessa stundina stöðu fremsta manns hjá Njarðvík en getur einnig spilað aðrar stöður. „Ég spilaði hafsent aðeins í yngri flokkunum. Já, ég myndi nú segja það [að ég hafi alltaf verið með þetta markanef]. Ég skoraði alveg þegar ég var í hafsentinum og vonandi held ég því áfram í 'strikernum'."

Njarðvík vann gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni. Úlfur segir upplifunina hafa verið sturlaða. „Ég hef aldrei spilað fyrir 1200 manns, það er mjög mikill rígur milli liðanna þannig það var geðveikt að vera þarna inná. Í upphitun og í leiknum fann maður fyrir spennunni sem var geðveikt," sagði Úlfur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner