Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
   lau 27. maí 2023 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Keflavík í 8-liða úrslit eftir sigur á Þór/KA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Keflavík 2 - 0 Þór/KA
1-0 Sandra Voitane ('58 )
2-0 Madison Elise Wolfbauer ('77 )
Lestu um leikinn

Keflavík er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Þór/KA, 2-0, á HS Orku-vellinum í dag.

Það var lítið um afgerandi færi í fyrri hálfleiknum. Liðin skiptust á að taka stjórnina en engin mörk þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Gestirnir komust nálægt því að taka forystuna á 57. mínútu er Hulda Björg Hannesdóttir kom sér í algert dauðafæri eftir hornspyrnu Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, en hún klúðraði færinu á einhvern ævintýralegan hátt.

Keflvíkingar refsuðu mínútu síðar. Linli Tu fann Söndru Voitane í teignum. Hún fékk frítt skot og nýtti það örugglega.

Madison Elise Wolfbauer gerði út um leikinn á 77. mínútu. Voitane átti sendingu á Linli Tu sem reyndi skotið en það breyttist hratt í góða sendingu á Madison sem potaði boltanum yfir línuna.

Góður sigur Keflvíkingar staðreynd og liðið komið í 8-liða úrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner