Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. maí 2023 23:20
Brynjar Ingi Erluson
„Ótrúlega sársaukafullt“
Mynd: EPA
Leikmenn Borussia Dortmund upplifðu einn erfiðasta dag ferilsins í dag er titillinn rann þeim úr greipum á lokadegi deildarinnar en Edin Terzic, þjálfari liðsins, segir þetta ótrúlega sársaukafullt.

Dortmund var í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina og þurfti bara að vinna Mainz á heimavelli.

Jude Bellingham, Nico Schlotterbeck og Marco Reus voru allir á bekknum og hafði það vissulega áhrif. Liðið lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleiks og þá klúðraði Sebastian Haller vítaspyrnu í stöðunni 1-0.

Dortmund kom til baka í þeim síðari en það var of seint og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Bayern München skoraði á meðan sigurmark undir lok leiks gegn Köln og vann því ellefta árið í röð.

„Við reyndum allt fram að síðustu mínútu. Þú sérð hvað þessi íþrótt sem við öllum elskum getur verið erfið og þetta var ekki ánægjulegur endir fyrir okkur á þessu tímabili. Þetta verður hvatning fyrir morgun daginn, sama hversu mikinn sársauka við erum að ganga í gegnum í dag,“ sagði Terzic.

„Við vorum svo nálægt því. Það vantaði eitt mark og við vorum á góðri leið, sérstaklega seinni hluta tímabilsins. Við verðum verðlaunaðir fyrir þetta einn daginn,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner