Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
banner
   lau 27. maí 2023 11:00
Aksentije Milisic
Rakitic fyrir úrslitaleikinn: Hefði elskað að spila undir Mourinho
Mynd: Getty Images

Á miðvikudaginn næstkomandi fer fram risa leikur í Búdapest en þar mætast Sevilla og AS Roma í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.


Búast má við spennandi leik en Sevilla elskar að vinna þessa keppni á meðan Jose Mourinho, þjálfari Roma, hefur fimm sinnum farið í úrslitaleik í Evrópukeppni og unnið þá alla. Það er því ljóst að eitthvað verður að láta undan.

Ivan Rakitic, leikmaður Sevilla, talar vel um Mourinho í aðdraganda leiksins en hann hefur oft mætt liðum sem hafa verið þjálfuð af Portúgalanum.

„Ég hef oft spilað gegn liðum hans Mourinho. Það er synd að við unnum aldrei saman, það hefði verið frábært. Ég hefði elskað það að kynnast honum betur og hitta hann daglega, en það var aldrei möguleiki,” sagði Króatinn.

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég held að hann sé einn besti þjálfarinn í sögu fótboltans. Sem lið vonumst við til þess að hafa gaman í leiknum en auðvitað vonum við einnig að við vinnum.”

Liðið sem vinnur leikinn kemst sjálfkrafa í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 


Athugasemdir
banner
banner
banner