

Kristrún Rose, fyrirliði Þróttar var svekkt eftir 6-0 tap gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitum í Borgunarbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 6 Stjarnan
Kristrún var ekki viss hvort Þróttur hafi einfaldlega mætt ofjörlum sínum í dag.
,,Ég veit það ekki, við vorum að mæta íslandsmeisturunum, það er stórt verkefni en það er gaman að fá Pepsi deildar leik."
,,Við vorum flottar í fyrri hálfleiknum, við gerum það sem var lagt upp með. Við reyndum að halda þeim frá markinu okkar í sem lengstan tíma og beita skyndisóknum, það tókst ágætlega og við náum nokkrum flottum færum."
,,Fólk heldur kannski að ég sé crazy að segja þetta en dómarinn tók leikinn í sínar hendur í fyrri hálfleik. Hann dæmdi ekki víti ásamt fleiri atvikum," sagði Kristrún.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir