Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 27. júní 2022 18:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið ÍA og Breiðabliks: Jason Daði ekki með
Ísak Snær mætir sínum fyrrum félögum.
Ísak Snær mætir sínum fyrrum félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ÍA og Breiðablik áttust við á Akranesi í Bestu deildinni þann 7. maí þá unnu Blikar 5-1 útisigur.

Liðin mætast að nýju á Skaganum í kvöld klukkan 19:45 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Matthías Freyr Matthíasson textalýsir leiknum í beinni hér á Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  3 Breiðablik

Bikarleikir kvöldsins:
19:15 Kórdrengir - Afturelding
19:45 ÍA - Breiðablik

ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn FH í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Wout Droste kemur inn í byrjunarliðið í stað Christian Wöhler frá þeim leik.

Breiðablik vann 4-0 sigur gegn KR í síðasta deildarleik sínum. Jason Daði Svanþórsson er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld. Mikkel Qvist byrjar en Viktor Örn Margeirsson er á bekknum. Damir Muminovic kemur inn í liðið eftir að hafa verið í banni gegn KR. Gísli Eyjólfsson varð fyrir meiðslum gegn KR en er á bekknum í kvöld.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Steinar Þorsteinsson
3. Johannes Vall
5. Wout Droste
6. Oliver Stefánsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Eyþór Aron Wöhler
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Athugasemdir
banner