Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 27. júlí 2022 08:45
Elvar Geir Magnússon
Bara til í að yfirgefa Barca fyrir Chelsea - Segir Ronaldo sögur uppspuna
Powerade
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Werner.
Newcastle hefur áhuga á Werner.
Mynd: Getty Images
Það rignir í höfuðborginni og víðar á landinu. Í slúðurpakkanum er hinsvegar alltaf sama veður. De Jong, Ronaldo, Werner, Martial, Dumfries, Messi, Schmeichel og fleiri koma við sögu í dag.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) er aðeins tilbúinn að yfirgefa Barcelona fyrir Chelsea. Lundúnafélagið er hinsvegar ekki tilbúið að borga eins mikið og Manchester United fyrir leikmanninn. (Sport)

Enrique Cerez, forseti Atletico Madrid, segir fréttir sem orði Cristiano Ronaldo (37) við spænska félagið vera uppspuna. Það sé ómögulegt að portúgalski landsliðsmaðurinn gangi í raðir félagsins. (El Partidazo de COPE)

Newcastle United hefur áhuga á þýska sóknarmanninum Timo Werner (26) hjá Chelsea. (Christian Falk)

Juventus mun horfa til Werner og franska framherjans Anthony Martial (26) hjá Manchester United ef félagið getur ekki krækt í Alvaro Morata (29) frá Atletico Madrid. (Sky Sports)

Vonir Tottenham um að fá bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (23) frá Juventus hafa minnkað eftir að liðsfélagi hans, Paul Pogba (29), meiddist á hné. (Mail)

Chelsea hefur snúið sér að hollenska varnarmanninum Denzel Dumfrie (26) frá Inter þar sem illa gengur að fá franska landsliðsmanninn Jules Kounde (23) frá Sevilla. (Evening Standard)

Chelsea íhugar að gera tilboð í franska varnarmanninn Wesley Fofana (20) frá Leicester. (Mail)

Xavi, stjóri Barcelona, segir það ómögulegt að kaupa Lionel Messi (35) frá Paris St-Germain á þessari stundu en útilokar ekkert í framtíðinni. (Goal)

Kasper Schmeichel (35), markvörður Leicester, hefur samþykkt að fara til Nice í Frakklandi en skiptin hafa ekki verið samþykkt þar sem enska félagið hefur ekki fundið arftaka hans. (L'Equipe)

Crystal Palace, Leicester City og Newcastle United íhuga að gera tilboð í franska sóknarmanninn Ludovic Ajorque (28) hjá Strasbourg. (Football Insider)

Everton hefur áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Ruben Vinagre (23) frá Sporting Lissabon. Hann er fyrrum leikmaður Wolves. (Liverpool Echo)

Southampton reynir að fá enska vængmanninn Sam Edozie (19) frá Manchester City. Búist var við því að hann færi í Bayer Leverkusen. (Mail)

FC Antwerp hefur hafnað 1,5 milljón punda tilboði Burnley í belgíska vængmanninn Manuel Benson (25). (Mail)
Athugasemdir
banner