Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 27. júlí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea snýr sér að Fofana - Leicester vill 70 milljónir punda
Wesley Fofana
Wesley Fofana
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel er pirraður á stöðunni
Thomas Tuchel er pirraður á stöðunni
Mynd: Getty Images
Chelsea er enn á höttunum eftir miðverði fyrir tímabilið en félagið hefur þegar misst af þremur slíkum á síðustu dögum. Wesley Fofana, varnarmaður Leicester City, er nú efstur á blaði en þetta kemur fram á Sky Sports.

Enska félagið missti Antonio Rüdiger og Andreas Christensen frá félaginu í sumar en þeir héldu báðir til Spánar. Nú er krísa í vörn liðsins en ekkert gengur að finna miðvörð.

Chelsea var lengi vel í viðræðum við Matthijs de Ligt en hann ákvað að fara til Bayern München. Nathan Aké, sem kemur úr akademíu félagsins, var einnig möguleiki, en Manchester City ákvað að selja hann ekki til samkeppnisaðila.

Viðræður við Sevilla um franska varnarmanninn Jules Kounde gengu afar vel. Allt er þegar þrennt er? Nei, aldeilis ekki. Barcelona, sem hefur eytt háum fjárhæðum í þessum glugga og eru að vandræðast við að skrá menn í hópinn vegna launaþaks ákváðu að stela honum fyrir framan nefið á Chelsea og missti enska félagið af enn einum varnarmanninum.

Sky Sports hefur nú heimildir fyrir því að Chelsea sé með Wesley Fofana, miðvörð Leicester, efstan á blaði. Það gæti reynst erfiður díll fyrir Chelsea, en Fofana framlengdi samning sinn til 2027 í mars.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill alls ekki missa hann og þyrfti Chelsea að minnsta kosti að punga út 70 milljónum punda til að landa honum.

Fofana er möguleiki fyrir Chelsea en hvort félaginu takist að sannfæra Leicester um að selja hann er svo allt önnur saga.
Athugasemdir
banner
banner
banner