Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 27. júlí 2022 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Lengjudeildin
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náðu ekki nægilega vel saman.
Náðu ekki nægilega vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-2 tapi gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Miðjumaðurinn öflugi gekk í raðir Grindavíkur á gluggadeginum seint í gærkvöld. Hann náði ekki æfingu með liðinu fyrir þennan leik en spilaði samt.

„Það er sárt að tapa en fyrir mig persónulega er gott að vera kominn af stað og spila einhverjar mínútur," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld.

„Ég átti nú ekki að spila mikið, en svo meiðist einn og hann ákvað að henda mér inn á. Það var gaman að fá fleiri mínútur en ég bjóst við og koma mér fyrr í gang."

Það er ekkert flóknara en það
Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara í gær.

„Það var margt í gangi í gærkvöldi og allskonar vitleysa. Ég ætla að segja að þetta fór eins og það fór. Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað og hlakka til að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang," segir Guðjón en það kom ekki í ljós fyrr en mjög seint í gær að hann fengi leyfi til að fara frá ÍBV.

„Bara allskonar vitleysa... þjálfarinn vildi ekki nota mig. Það er ekkert flóknara en það. Ég elskaði að vera í Eyjum. Ég kveð þá með söknuði og óska þeim alls hins besta. Það getur vel verið að maður komi þangað einhvern tímann seinna."

Hann segist vonast til þess að hjálpa Grindavík að styrkja sig og að stefnan verði sett á að komast upp í Bestu deildina á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner