Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 27. júlí 2022 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Lengjudeildin
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náðu ekki nægilega vel saman.
Náðu ekki nægilega vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-2 tapi gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Miðjumaðurinn öflugi gekk í raðir Grindavíkur á gluggadeginum seint í gærkvöld. Hann náði ekki æfingu með liðinu fyrir þennan leik en spilaði samt.

„Það er sárt að tapa en fyrir mig persónulega er gott að vera kominn af stað og spila einhverjar mínútur," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld.

„Ég átti nú ekki að spila mikið, en svo meiðist einn og hann ákvað að henda mér inn á. Það var gaman að fá fleiri mínútur en ég bjóst við og koma mér fyrr í gang."

Það er ekkert flóknara en það
Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara í gær.

„Það var margt í gangi í gærkvöldi og allskonar vitleysa. Ég ætla að segja að þetta fór eins og það fór. Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað og hlakka til að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang," segir Guðjón en það kom ekki í ljós fyrr en mjög seint í gær að hann fengi leyfi til að fara frá ÍBV.

„Bara allskonar vitleysa... þjálfarinn vildi ekki nota mig. Það er ekkert flóknara en það. Ég elskaði að vera í Eyjum. Ég kveð þá með söknuði og óska þeim alls hins besta. Það getur vel verið að maður komi þangað einhvern tímann seinna."

Hann segist vonast til þess að hjálpa Grindavík að styrkja sig og að stefnan verði sett á að komast upp í Bestu deildina á næsta ári.
Athugasemdir