Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mið 27. júlí 2022 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Lengjudeildin
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náðu ekki nægilega vel saman.
Náðu ekki nægilega vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-2 tapi gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Miðjumaðurinn öflugi gekk í raðir Grindavíkur á gluggadeginum seint í gærkvöld. Hann náði ekki æfingu með liðinu fyrir þennan leik en spilaði samt.

„Það er sárt að tapa en fyrir mig persónulega er gott að vera kominn af stað og spila einhverjar mínútur," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld.

„Ég átti nú ekki að spila mikið, en svo meiðist einn og hann ákvað að henda mér inn á. Það var gaman að fá fleiri mínútur en ég bjóst við og koma mér fyrr í gang."

Það er ekkert flóknara en það
Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara í gær.

„Það var margt í gangi í gærkvöldi og allskonar vitleysa. Ég ætla að segja að þetta fór eins og það fór. Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað og hlakka til að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang," segir Guðjón en það kom ekki í ljós fyrr en mjög seint í gær að hann fengi leyfi til að fara frá ÍBV.

„Bara allskonar vitleysa... þjálfarinn vildi ekki nota mig. Það er ekkert flóknara en það. Ég elskaði að vera í Eyjum. Ég kveð þá með söknuði og óska þeim alls hins besta. Það getur vel verið að maður komi þangað einhvern tímann seinna."

Hann segist vonast til þess að hjálpa Grindavík að styrkja sig og að stefnan verði sett á að komast upp í Bestu deildina á næsta ári.
Athugasemdir