PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   mið 27. júlí 2022 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Lengjudeildin
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náðu ekki nægilega vel saman.
Náðu ekki nægilega vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-2 tapi gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Miðjumaðurinn öflugi gekk í raðir Grindavíkur á gluggadeginum seint í gærkvöld. Hann náði ekki æfingu með liðinu fyrir þennan leik en spilaði samt.

„Það er sárt að tapa en fyrir mig persónulega er gott að vera kominn af stað og spila einhverjar mínútur," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld.

„Ég átti nú ekki að spila mikið, en svo meiðist einn og hann ákvað að henda mér inn á. Það var gaman að fá fleiri mínútur en ég bjóst við og koma mér fyrr í gang."

Það er ekkert flóknara en það
Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara í gær.

„Það var margt í gangi í gærkvöldi og allskonar vitleysa. Ég ætla að segja að þetta fór eins og það fór. Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað og hlakka til að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang," segir Guðjón en það kom ekki í ljós fyrr en mjög seint í gær að hann fengi leyfi til að fara frá ÍBV.

„Bara allskonar vitleysa... þjálfarinn vildi ekki nota mig. Það er ekkert flóknara en það. Ég elskaði að vera í Eyjum. Ég kveð þá með söknuði og óska þeim alls hins besta. Það getur vel verið að maður komi þangað einhvern tímann seinna."

Hann segist vonast til þess að hjálpa Grindavík að styrkja sig og að stefnan verði sett á að komast upp í Bestu deildina á næsta ári.
Athugasemdir
banner