Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mið 27. júlí 2022 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Lengjudeildin
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Guðjón Pétur lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náðu ekki nægilega vel saman.
Náðu ekki nægilega vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík er hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-2 tapi gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Miðjumaðurinn öflugi gekk í raðir Grindavíkur á gluggadeginum seint í gærkvöld. Hann náði ekki æfingu með liðinu fyrir þennan leik en spilaði samt.

„Það er sárt að tapa en fyrir mig persónulega er gott að vera kominn af stað og spila einhverjar mínútur," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld.

„Ég átti nú ekki að spila mikið, en svo meiðist einn og hann ákvað að henda mér inn á. Það var gaman að fá fleiri mínútur en ég bjóst við og koma mér fyrr í gang."

Það er ekkert flóknara en það
Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara í gær.

„Það var margt í gangi í gærkvöldi og allskonar vitleysa. Ég ætla að segja að þetta fór eins og það fór. Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað og hlakka til að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang," segir Guðjón en það kom ekki í ljós fyrr en mjög seint í gær að hann fengi leyfi til að fara frá ÍBV.

„Bara allskonar vitleysa... þjálfarinn vildi ekki nota mig. Það er ekkert flóknara en það. Ég elskaði að vera í Eyjum. Ég kveð þá með söknuði og óska þeim alls hins besta. Það getur vel verið að maður komi þangað einhvern tímann seinna."

Hann segist vonast til þess að hjálpa Grindavík að styrkja sig og að stefnan verði sett á að komast upp í Bestu deildina á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner