Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 27. júlí 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jimenez gæti misst af fyrstu átta leikjunum
Raul Jimenez.
Raul Jimenez.
Mynd: Getty Images
Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez meiddist í æfingaleik gegn Besiktas á dögunum og verður hann fjarri góðu gamni næstu vikurnar.

Jimenez, sem leikur með Úlfunum, meiddist á hné og verður frá í að minnsta kosti mánuð. Hann gæti þá verið frá í allt að átta vikur.

Það er möguleiki á því að Jimenez muni missa af fyrstu átta leikjum Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem hefst um næstu helgi.

Jiménez, sem er 31 árs, kom til baka á síðustu leiktíð eftir slæm höfuðmeiðsl. Hann spilaði 34 deildarleiki og skoraði aðeins sex mörk. Hann hafði verið að skora nokkuð á undirbúningstímabilinu og því er þetta svekkjandi bæði fyrir hann og liðið.

Úlfarnir eru að leita að sóknarmanni til að veita Jimenez samkeppni og spurning er hvort sá leikmaður verði kominn fyrir fyrsta leik liðsins í deildinni gegn Leeds eftir tíu daga. Ef svo verður ekki, þá eru Hwang Hee-chan, Daniel Podence og Pedro Neto kostir til að spila fremst á vellinum á meðan Jimenez er fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner