Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 18:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Alfons og félagar fara til Litháen - Malmö í Evrópudeildina
Mynd: Raggi Óla

Malmö FF (Svíþjóð) 0 - 2 Zalgiris (Litháen)
0-1 Mathias Oyewusi ('34 )
0-2 Renan Oliveira ('52 )
Rautt spjald: Anders Christiansen, Malmo FF (Sweden) ('77)


Malmö og Zalgiris frá Litháen mættust í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Eins og flestir vita komst Malmö, sem Milos Milojevic stýrir, áfram í þennan leik með sigri á Víkingi.

Sænska liðið tapaði úti í Litháen 1-0 í fyrri leik liðanna.

Útlitið varð svart eftir rúmlega hálftíma leik í dag þegar Litháarnir komust yfir. Þeir tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik og Malmö lék einum manni færri síðasta korterið.

Það var brekka og fleiri mörk voru ekki skoruð. Zalgiris mætir því Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í leik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Malmö mætir Dudelange um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner