Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Napoli fær skrímslið Kim til að fylla skarð Koulibaly (Staðfest)
Mynd: EPA
Napoli hefur krækt í Kim Min-Jae frá tyrkneska félaginu Fenerbahce. Ítalska félagið greiðir tæplega sautján milljónir punda fyrir miðvörðinn sem litið er á sem arftaka Kalidou Koulibaly sem gekk í raðir Chelsea fyrr í sumar.

Kim er landsliðsmaður Suður-Kóreu, hefur spilað 42 landsleiki, og skrifar hann undir þriggja ára samning með möguleika á tveggja ára framlengingu.

Napoli hefur sett ákvæði í samning Kim að honum sé frjálst að fara frá félaginu ef erlent félag er tilbúið að greiða tæplega 38 milljónir punda fyrir hann.

Kim er 25 ára og er með gælunafnið Skrímslið út af þeim styrk og krafti sem hann býr yfir og sýnir í návígum.

Rennes hafði einnig áhuga á Kim sem og Everton en hann valdi að fara til Napoli. Napoli hefur í sumar einnig fengið varnarmanninn Leo Ostigard frá Brighton.
Athugasemdir
banner
banner