Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 27. júlí 2022 14:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
„Við Skagamenn erum ekkert í því að reka þjálfara“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er í neðsta sæti Bestu deildar karla með aðeins einn sigur eftir fjórtán umferðir. Skagamenn fengu 0-4 skell gegn Fram á heimavelli sínum á mánudaginn.

Jón Þór Hauksson tók við ÍA fyrir tímabilið en árangurinn hefur ekki verið að óskum. Staða hans sem þjálfari er þó örugg samkvæmt Eggerti Ingólfi Herbertssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍA.

„Við erum ekki í toppmálum. Við verðum bara að koma okkur út úr því. Við Skagamenn erum ekkert í því að reka þjálfara," sagði Eggert við 433.is.

ÍA á afskaplega erfiða leiki framundan eins og fjallað var um í Innkastinu í vikunni. Liðið heimsækir Breiðablik, fær Val í heimsókn og leikur svo við KA fyrir norðan í næstu þremur deildarleikjum.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner