Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 27. ágúst 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Parker ekki viss um að þetta verði lágpunktur tímabilsins - „Þeir gætu verið fleiri"
Scott Parker
Scott Parker
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Scott Parker, stjóri Bournemouth, var niðurlútur eftir 9-0 tapið gegn Liverpool á Anfield í dag en Parker er hræddur um að þetta verði ekki lágpunktur liðsins á tímabilinu.

Bournemouth byrjaði tímabilið vel og vann fyrsta leik sinn en þetta hefur verið martröð eftir það.

Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum og fékk liðið útreið á Anfield í dag.

Liðið fékk á sig níu mörk en Parker segir að liðið þurfi meiri styrkingu til að geta veitt öðrum liðum samkeppni á tímabilinu en það hefur fengið sextán mörk á sig í fjórum leikjum.

„Við erum allir skelkaðir. Það eru mikil vonbrigði með úrslitin og ég skil þá áskorun sem við erum að eiga við. Það er ekki hægt að neita því að við erum ekki nógu vel mannaðir til að spila á þessu stigi og á þessum velli."

„Það hefur verið sá ótti i gegnum tímabilið hvar við erum staddir sem lið og sem hópur. Þessi ótti hefur verið þarna því gæðastallinn hefur hækkað gríðarlega. Þetta er mjög ungt og reynslulítill hópur. Sumir eru að spila í úrvalsdeild í fyrsta sinn. Ég er að tala við þig tíu mínútum eftir þennan leik. Þetta er auðmýkjandi reynsla og mjög sársaukafull."

„Mér er verulega brugðið. Við erum á þessum stað ef ég tala um leikmenn á vellinum og breidd hópsins sem við erum með. Mér var brugðið yfir því hversu auðvelt það var að koma boltanum í netið og ég skildi það nokkurn vegin. Við reyndum okkar besta og finn til með hópnum. Við þurfum meiri hjálp (fá fleiri leikmenn). Þetta voru auðveld mörk og það er nóg sem við getum unnið í en við þurfum hjálp."

„Við þurfum tíma til að vinna á æfingasvæðnu. Tíminn mun svo leiða það í ljós hvort leikmenn nái að aðlagast þessu. Mitt starf er er sálræni þátturinn í þessu og það er stór hluti af þessu. Vonandi getum við fengið einhverja leikmenn inn og náð að endurbyggja þetta. Við þurfum hjálp. Þú getur séð hópinn okkar, þetta eru strákar sem eru að spila sinn fyrsta leik í sumum stöðum."

„Við þurfum að taka ákvörðun sem fótboltafélag hvað við viljum gera á þessu ári. Viljum við veita samkeppni? Við erum alla vega ekki að því akkúrat núna,"
sagði Parker.

Hann er ekki viss um að þetta verði lágpunktur liðsins á tímabilinu en vonast til að liðið geti unnið sig upp úr þessum erfiðleikum.

„Á þessum tímapunkti tímabilsins, þar sem við erum staddir, þá get ég alveg séð fleiri."

„Þetta er mjög erfitt og maður er rosalega einmana á hliðarlínunni. Ég fann til með hverjum einasta leikmanni á vellinum."

„Þessar sögur verða sagðar þegar fram líða stundir. Mótlætið og þetta mun skilgreina okkur og mig. Vonandi komum við til baka og bregðumst rétt við og það verður saga á bakvið það ef við náum að rétta okkur við," sagði Parker í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner