Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 27. september 2020 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Björns: Ótrúlegt hvað þrjú stig gera mikið fyrir mann
Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Það er orðið nokkuð langt síðan við tókum þrjú stig síðast, við erum búnir að tapa tveimur í röð og það var ekkert sérstök tilfining þegar þeir jöfnuðu en strákarnir sýndu frábæran karakter og komu tilbaka og uppskáru þessi þrjú stig." Sagði Haraldur Björnsson markvörður og fyrirliði Stjörnunnar í þessum leik.

„Það er eiginlega ótrúlegt hvað þrjú stig gera mikið fyrir mann bara inn í næstu daga, það er allt léttara, allt skemmtilegra, miklu skemmtilegra að vakna á morgnana eftir sigurleik." 

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

Eftir frábærann fyrrihálfleik hjá Stjörnunni virtist ætla að fjara undan þessu hjá þeim í síðari hálfleik en þetta var sannkallaður leikur tveggja hálfleika hjá Stjörnunni í kvöld.
„ Ég veit það ekki, kannski var það bara síðustu leikir farnir að sitja í okkur en þeir skoruðu úr horni frekar snemma í síðari hálfleik og kom kannski smá skjálfti í menn og þeir yfirpeppast og fá allt með sér og þá kannski kemur smá skjálfti í menn en við náðum að vinna okkur út úr því sem betur fer og taka þrjú stig sem var frábært." 

Markmenn voru aðeins að kjálst í lokinn en Arnar Freyr fékk gult spjald undir lok leiks fyrir brot á Halla.
„Það var bara flott, ég hefði gert það sama og farið inní ef við hefðum átt svona aukaspyrnu í lokin og það var ekkert, við tókumst í hendur eftir leikinn og það var ekkert mál." 

Halli vildi lítið gefa fyrir það að neikvætt tal og umræða um stefnuleysi um Stjörnuliðið hefði áhrif á liðið.
„Nei ég held það ekki, síðustu leikir eru nátturlega búnir að vera erfiðir og þá er ekkert skrítið að það komi neikvætt tal en ég held að tvö töp hafi miklu meira áhrif heldur en einhver neikvæð umræða." 

„Við erum búnir að æfa eins og skepnur síðan í byrjun nóvember í snjóstormum og hlaupa eins og andskotar, æfa og svoleiðis. Rúnar er búin að vera með þetta lengi og svo fær hann nýjan mann með sér inn í þetta og þeir ræða svo bara hlutina og svo er það bara undir okkur komið að delivera inni á vellinum og við þurfum bara að gera betur."

*Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner