Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 27. september 2020 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Björns: Ótrúlegt hvað þrjú stig gera mikið fyrir mann
Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Það er orðið nokkuð langt síðan við tókum þrjú stig síðast, við erum búnir að tapa tveimur í röð og það var ekkert sérstök tilfining þegar þeir jöfnuðu en strákarnir sýndu frábæran karakter og komu tilbaka og uppskáru þessi þrjú stig." Sagði Haraldur Björnsson markvörður og fyrirliði Stjörnunnar í þessum leik.

„Það er eiginlega ótrúlegt hvað þrjú stig gera mikið fyrir mann bara inn í næstu daga, það er allt léttara, allt skemmtilegra, miklu skemmtilegra að vakna á morgnana eftir sigurleik." 

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

Eftir frábærann fyrrihálfleik hjá Stjörnunni virtist ætla að fjara undan þessu hjá þeim í síðari hálfleik en þetta var sannkallaður leikur tveggja hálfleika hjá Stjörnunni í kvöld.
„ Ég veit það ekki, kannski var það bara síðustu leikir farnir að sitja í okkur en þeir skoruðu úr horni frekar snemma í síðari hálfleik og kom kannski smá skjálfti í menn og þeir yfirpeppast og fá allt með sér og þá kannski kemur smá skjálfti í menn en við náðum að vinna okkur út úr því sem betur fer og taka þrjú stig sem var frábært." 

Markmenn voru aðeins að kjálst í lokinn en Arnar Freyr fékk gult spjald undir lok leiks fyrir brot á Halla.
„Það var bara flott, ég hefði gert það sama og farið inní ef við hefðum átt svona aukaspyrnu í lokin og það var ekkert, við tókumst í hendur eftir leikinn og það var ekkert mál." 

Halli vildi lítið gefa fyrir það að neikvætt tal og umræða um stefnuleysi um Stjörnuliðið hefði áhrif á liðið.
„Nei ég held það ekki, síðustu leikir eru nátturlega búnir að vera erfiðir og þá er ekkert skrítið að það komi neikvætt tal en ég held að tvö töp hafi miklu meira áhrif heldur en einhver neikvæð umræða." 

„Við erum búnir að æfa eins og skepnur síðan í byrjun nóvember í snjóstormum og hlaupa eins og andskotar, æfa og svoleiðis. Rúnar er búin að vera með þetta lengi og svo fær hann nýjan mann með sér inn í þetta og þeir ræða svo bara hlutina og svo er það bara undir okkur komið að delivera inni á vellinum og við þurfum bara að gera betur."

*Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner