Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2022 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Kastaði banana í átt að Richarlison í París
Richarlison fékk ömurlegar móttökur í París
Richarlison fékk ömurlegar móttökur í París
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison var beittur kynþáttaníði er hann fagnaði marki sínu í 5-1 sigri Brasilíu á Túnis á Parc des Princes í París í dag, en brasilíska knattspyrnusambandið hefur fordæmt þessa hegðun.

Fyrir leikinn í dag vildu brasilísku leikmennirnir koma skilaboðum sínum á framfæri eftir atburði síðustu vikna.

Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, fékk gula spjaldið fyrir að dansa er hann fagnaði marki sínu gegn Atlético Madríd. Fyrir leikinn varð hann fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Atlético og um leið fóru leikmenn um allan heim að sýna Vinicus samstöðu með að fagna með því að dansa.

Brasilísku leikmennirnir voru með skilti fyrir leikinn gegn Túnis í dag en þar stóð: „Við værum ekki með stjörnur á treyjunum ef það væri ekki fyrir svarta leikmenn."

Þessi skilaboð náðu ekki til stuðningsmanna Túnis en einn þeirra kastaði banana í átt að Richarlison er hann fagnaði öðru marki Brasilíu í leiknum.

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur fordæmt þessa hegðun.

„Því miður þá var banana kastað í átt að Richarlison, sem gerði annað mark Brasilíu. Brasilíska sambandið mun halda áfram að styrkja stöðu sína í baráttunni gegn rasisma og afneitar fordómum í öllum birtingarmyndum þess," sagði í yfirlýsingu sambandsins.


Athugasemdir
banner
banner