Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mið 27. september 2023 15:44
Elvar Geir Magnússon
AC Milan ætlar að byggja sinn eigin leikvang
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur tilkynnt áætlanir um að flytja frá hinum goðsagnakennda San Siro og byggja nýjan 70 þúsund sæta leikvang í suðurhluta borgarinnar.

San Siro hefur verið heimavöllur AC Milan síðan 1926 en hefur ekki verið endurnýjaður síðan 1990.

AC Milan hefur deilt vellinum með Inter en ítrekaðar tilraunir til að láta nútímavæða hann hafa mistekist.

Í ágúst þá var völlurinn settur á skrá yfir staði sem hafa sögulegt menningargildi og því má ekki rífa hann niður.

AC Milan stefnir á að byggja nýjan leikvang, höfuðstöðvar, hótel, búð og safn. Líkt og AC Milan þá er Inter einnig að íhuga að byggja nýjan leikvang.
Athugasemdir
banner
banner
banner