Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   mið 27. september 2023 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ánægður með frammistöðuna - „Phillips var mjög góður“
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru úr leik í enska deildabikarnum eftir að hafa tapað fyrir Newcastle, 1-0, í 3. umferð keppninnar í kvöld.

Spánverjinn gat ekki kvartað yfir spilamennskunni. Man City fékk sín færi í leiknum, þá helst í gegnum Julian Alvarez og Rico Lewis, en liðið er snemma úr leik þriðja árið í röð.

„Við spiluðum ótrúlegan leik. Þeir bættu aðeins í eftir hálfleik og við vorum aðeins grimmari. Þeir skoruðu mark, en á síðasta tímabiki þá duttum við út fyrir Southampton og vorum ekki alveg þar, en við vorum mættir í kvöld. Til hamingju, Newcastle,“ sagði Guardiola.

„Þeir voru grimmari í byrjun, en þetta var jafn leikur og leikmennirnir sem spiluðu gerðu það vel. Svona er fótboltinn, en það var stórkostlegt hvernig við spiluðum í leiknum, Grimmdin í þeim hins vegar hjálpaði þeim að vinna leikinn.“

„Ég fer héðan sáttur við hvernig við spiluðum. Engin meiðsli og þá fengu Mateo Kovacic og Jack Grealish mínútur.“


Kalvin Phillips fékk tækifæri í byrjunarliði Manchester City og var Guardiola ánægður með það sem hann sá.

„Hann var mjög góður. Þetta var í raun bara mjög gott, en sjáum til. Nú förum við heim og hvílum og sjáum svo hvernig þetta verður í næstu leikjum.“

Tvítugur Norðmaður að nafni Oscar Bobb var í liði Man City og fékk hann einnig hrós frá Spánverjanum.

„Stórkostleg frammistaða. Hún var fullkomin,“ sagði Guardiola enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner