Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 27. september 2023 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tvö ensk mörk í sigri Milan
Ruben Loftus-Cheek skoraði frábært mark
Ruben Loftus-Cheek skoraði frábært mark
Mynd: Getty Images
AC Milan er komið upp að hlið nágranna sinna í Inter eftir 3-1 sigur liðsins á Cagliari í Seríu A í kvöld.

Gestirnir í Milan lentu undir á 29. mínútu eftir að Zito Luvumbo skaut föstu skoti framhjá Marco Sportiello, markverði Milan.

Noah Okoafor og Fikayo Tomori sáu til þess að Milan færi með forystu inn í hálfleikinn. Okafor nýtti sér mistök Boris Radunovic í marki Cagliari áður en Tomori skoraði með lærinu eftir hornspyrnu.

Annar Englendingur, Ruben Loftus-Cheek, gerði út um leikinn með þriðja marki Milan er hann skoraði með skoti af löngu færi og þar við sat.

MIlan er í öðru sæti með 15 stig, jafnmörg og Inter, sem er á toppnum.

Teun Koopmeiners var hetja Atalanta í 1-0 sigrinum á Hellas Verona og þá vann Empoli óvæntan 1-0 sigur á Salernitana, en Empoli er nú komið úr botnsætinu og í 19. sæti með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cagliari 1 - 3 Milan
1-0 Zito Luvumbo ('29 )
1-1 Noah Okafor ('40 )
1-2 Fikayo Tomori ('45 )
1-3 Ruben Loftus-Cheek ('60 )

Empoli 1 - 0 Salernitana
1-0 Tommaso Baldanzi ('34 )

Verona 0 - 1 Atalanta
0-1 Teun Koopmeiners ('13 )
Athugasemdir
banner