Nafn Lárusar Orra Sigurðssonar hefur heyrst í sambandi við þjálfarastöðuna hjá Þór síðustu daga. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að Þorlákur Árnason yrði ekki áfram þjálfari Þórs.
Lárus þjálfaði síðast meistaraflokk Þórs tímabilin 2017/18. Hann var spilandi þjálfari 2006/07 og var einnig þjálfari liðsins tímabilin 2008 og 2009.
Lárus þjálfaði síðast meistaraflokk Þórs tímabilin 2017/18. Hann var spilandi þjálfari 2006/07 og var einnig þjálfari liðsins tímabilin 2008 og 2009.
25.09.2023 15:33
Láki: Algjör undirhundur sem ég varð ástfanginn af
Fótbolti.net heyrði í Lárusi hljóðið í dag og var spurt hvort hann hefði fengið símtalið frá Þór.
„Nei, þessi stjórn hjá Þór veit að það þýðir ekki. Ég held að það séu tveir sem eru búnir að þjálfa þarna alveg nóg síðustu árin, það er ég og vinur minn Palli (Páll Viðar Gíslason)," sagði Lárus á léttu nótunum. Formaður Þórs er Sveinn Elías Jónsson og var hann leikmaður Þórs þegar Lárus var þjálfari liðsins.
En langar Lárus að fara aftur í þjálfun?
„Ég er ekkert að spá í það neitt, ég bý hér á Akureyri og það eru takmarkaðir möguleikar hér á Akureyri og ég í töluvert mikilli vinnu. Ég er ekki að leitast eftir því, en ætla samt ekki að segja ég sé hættur. Ég hef gert það einu sinni og það entist í eitt ár."
Hafa einhver félög sett sig í samband við þig síðasta árið?
„Það hafa einhverjir gert það, en ekkert sem hefur vakið nægilegan áhuga hjá mér. Ég var í KF í þrjú ár og liðin á svæðinu í kring hafa sett sig í samband, en ég myndi ekki vilja gera það aftur. Það er gríðarleg vinna sem fylgir því."
Væri það þá frekar ef það kæmi eitthvað sunnan frá?
„Ég hef eiginlega ekkert verið að velta þessu fyrir mér, er eiginlega feginn að ég þurfi ekki að velta þessu fyrir mér. Ef það kæmi eitthvað mjög spennandi upp á borðið þá yrði það bara hausverkur að ákveða hvað maður myndi vilja gera," sagði Lárus að lokum.
Athugasemdir