Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 27. september 2023 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu vítið: Rúnar Alex sá við Arnóri
Rúnar Alex vissi nákvæmlega hvert Arnór ætlaði sér að skjóta
Rúnar Alex vissi nákvæmlega hvert Arnór ætlaði sér að skjóta
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varði vítaspyrnu Arnórs Sigurðssonar í 5-2 sigri Blackburn Rovers á Cardiff City í enska deildabikarnum í kvöld.

Arnór skoraði framhjá Rúnari í fyrri hálfleiknum eftir góða sókn Blackburn, en það var annað mark hans fyrir félagið.

Í síðari hálfleiknum fékk Arnór dauðafæri til að gera annað mark sitt gegn Rúnari er Blackburn fékk vítaspyrnu, en Rúnar gerði vel, skutlaði sér í rétt horn og boltinn aftur fyrir endamörk.

Blackburn skoraði að vísu eftir hornspyrnuna en engu að síður frábær varsla. Markvörðurinn átti sín augnablik í leiknum, en þurfti að lúta í gras fyrir Arnóri og félögum í þetta sinn.

Hægt er að sjá vörsluna hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner