Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Hazard snýr aftur - Modric nálgast nýjan samning
Luka Modric, leikmaður Real Madrid.
Luka Modric, leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard snýr líklega í lið Real Madrid þegar leikið verður gegn Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í kvöld.

Hann spilar væntanlega sinn fyrsta leik í 81 dag en hann hefur ekki spilað fyrir lið Zinedine Zidane síðan það féll úr Meistaradeildinni gegn Manchester City þann 7. ágúst.

Þessi fyrrum leikmaður Chelsea hefur verið í vandræðum með meiðsli og missti af stórum hluta síðasta tímabils.

Hazard skoraði aðeins eitt mark í 22 leikum á sínu fyrsta tímabili á Spáni en Madrídarliðinu tókst þó að vinna Spánarmeistaratitilinn.

Vandræði í hægri bakvarðarstöðunni
Nacho Fernandez verður ekki með í leiknum í kvöld vegna meiðsla en hann hefur verið að leysa af í hægri bakverðinum hjá Real Madrid.

Dani Carvajal spilar ekki fyrr en í desember vegna meiðsla í hné og Alvaro Odriozola er einnig á meiðslalistanum.

Modric fær væntanlega nýjan samning
Þá er það að frétta úr herbúðum Real Madrid að líkur aukast á því að Luka Modric fái nýjan samning. Modric skoraði í 3-1 sigrinum gegn Barcelona um síðustu helgi.

Í könnun sem var gerð meðal stuðningsmanna Real Madrid telja 91% aðspurðra að Modric, sem er 35 ára, eigi að fá nýjan samning. 25 þúsund manns tóku þátt í könnuninni. Hann er á lokaári samnings síns.

Leikurinn gegn Gladbach í kvöld er hrikalega mikilvægur fyrir Real Madrid sem byrjaði riðilinn á óvæntu tapi gegn Shaktar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner