Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Kórónaveiran hefur frestað samningum hjá Árna - Stefnir á Mið-Evrópu
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur verið félagslaus síðan hann ákvað í sumar að framlengja ekki samning sinn við Kolos Kovalivka í Úkraínu.

Hinn 26 ára gamli Árni skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum í úrvalsdeildinni í Úkraínu á síðasta tímabili. Árni hefur verið í samningaviðræðum við nokkur félög en kórónuveiru faraldurinn hefur flækt hlutina.

„Ég hef verið að ræða við nokkra klúbba og tvisvar verið svo gott sem að ganga frá öllu þegar bæði þessi lið hafa lent í veseni vegna covid," sagði Árni við Fótbolta.net í dag.

„Ég er í stöðugu sambandi við umboðsmennina mína og mér sýnist þetta vera á réttri leið núna og vonandi gengur upp að klára þá hluti sem þarf að klára á næstu dögum og maður fari að spila sem fyrst aftur."

Hinn 26 ára gamli Árni vill ekki gefa upp í hvað landi er líklegast að hann endi á að spila næst í.

„Ég vil helst ekkert vera að staðfesta eitthvað land frekar en annað. En eins og er þá sýnist mér það vera í mið/suður Evrópu. Ég tók ákvörðun fyrr á þessu ári að það væri tímapunktur fyrir mig að komast nær Mið-Evrópu og skapa mér nafn þar og færa mig nær því sem ég er og hef verið að elta síðan maður var ungur."

„Á sama tíma hef ég fengið nokkur tilboð í Austur Evrópu í þar sem ég skapaði mér gott nafn eftir að hafa spilað vel. Ég sjálfur fann það og finn það ennþá að ég vil taka næsta skref í mínum ferli og reyna að gera það sama í Mið-Evrópu. Því miður vegna covid breyttust hlutirnir hjá öllum og hefur það sett ansi mikinn toll hjá mörgum félögum. Mér sýnist þetta vera allt saman vera á réttri leið núna og vonandi get ég staðfest það sem fyrst hvet ég fer."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner