mið 27. október 2021 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Markalaust í Madríd - Betis skoraði fjögur
Karim Benzema er hér í baráttunni við Sergio Herrera, markvörð Osasuna
Karim Benzema er hér í baráttunni við Sergio Herrera, markvörð Osasuna
Mynd: EPA
Real Madrid fór illa að ráði sínu er liðið gerði markalaust jafntefli við Osasuna á Santiago Bernabeu í spænsku deildinni í kvöld. Real Betis vann á meðan lið Valencia, 4-1.

Madrídingar sköpuðu sér urmul af færum í fyrri hálfleiknum en Sergio Herrera var magnaður í rammanum og varði alla bolta sem hann mætti.

Í þeim síðari fékk Jon Moncayola besta færi Osasuna er hann skaut í stöng af stuttu færi á 50. mínútu. Karim Benzema fékk gott færi stuttu síðar en skot hans fór í þverslá.

Madrídingar reyndu og reyndu en boltinn vildi ekki inn og lokatölur því 0-0. Real Madrid fer á toppinn með 21 stig og betri markatölu en Sevilla.

Real Betis vann þá Valencia 4-1. Borja Iglesias skoraði tvö mörk á fyrsta hálftímanum áður en brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Paulista minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks.

Betis bætti við tveimur til viðbótar í þeim síðari og 4-1 sigur þeirra grænklæddu staðreynd. Betis er í 3. sæti með jafnmörg stig og Real Madrid.

Úrslit og markaskorarar:

Betis 4 - 1 Valencia
1-0 Borja Iglesias ('14 , víti)
2-0 Borja Iglesias ('30 )
2-1 Gabriel Paulista ('39 )
3-1 German Pezzella ('61 )
4-1 Juanmi ('68 )

Real Madrid 0 - 0 Osasuna
Athugasemdir
banner
banner