Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Vændiskona rændi veski og síma af Herrera
Ander Herrera, leikmaður PSG.
Ander Herrera, leikmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Paris Saint-Germain, var rændur í París í gærkvöldi en vændiskona fór þá inn í bíl hans þegar hann var að bíða á rauðu ljósi.

Herrara var í Bois de Boulogne almenningsgarðinum í vesturhluta frönsku höfuðborgarinnar þegar atvikið átti sér stað.

Vændiskonan tók veski hans og síma sem voru í farþegarými bílsins.

Leikmanninum var sagt að fara á tiltekinn stað til að fá símann sinn til baka og það bar árangur.

200 evrur, 30 þúsund krónur, voru teknar af Herrera sem tilkynnti atvikið að sjálfsögðu til lögreglunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner