Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 27. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth spilar ekki lengur Kanye West
Bournemouth hefur ákveðið að skipta um inngöngulag á heimavelli sínum en undanfarin ár hefur liðið gengið inn á völlinn undir laginu 'Power' með Kanye West.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar umdeildra ummæla West um gyðinga.

Ekki er vitað hvaða lag kemur í staðinn en Bournemouth á heimaleik gegn Tottenham á laugardag.

Fjölmörg fyrirtæki hafa slitið samstarfi við West að undanförnu, þar á meðal fataframleiðandinn Adidas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner