Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp sektaður af enska sambandinu
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið sektaður um 30 þúsund pund, um 5 milljónir íslenskra króna, eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 1-0 sigrinum gegn Manchester City þann 16. október.

Klopp óð að aðstoðardómaranum þegar hann varð reiður yfir því að Mohamed Salah hafði ekki fengið aukaspyrnu.

Klopp missti sig á 85. mínútu eftir að Anthony Taylor og aðstoðardómarar hans dæmdu ekki brot á Bernardo Silva.

Klopp baðst afsökunar á hegðun sinni, sagðist ekki stoltur af henni og að rauða spjaldið hafi verið verðskuldað. Hann var ekki dæmdur í leikbann og sleppur með sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner