Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 27. október 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að kaupa Ilaix Moriba alfarið í janúar
Spænska félagið vonast til að tryggja sér miðjumanninn Ilaix Moriba alfarið í janúar en hann hefur tvisvar farið til félagsins á láni.

RB Leipzig keypti hann frá Barcelona á 16 milljónir punda í fyrra en honum gekk illa að vinna sér spiltíma í Þýskalandi og var lánaður til Valencia í janúar

Hann var svo aftur lánaður til félagsins í sumar.

Leipzig virðist ekki hafa Moriba lengur í sínum áætlunum og er félagið opið fyrir því að Valencia kaupi hann alfarið. Það gæti orðið frágengið í janúar.

Moriba er 19 ára gamall en auk þess að vera í stærra hlutverki hjá Valencia þá er yngri bróðir hans í borginni þar sem hann spilar fyrir Levante.
Athugasemdir
banner