„Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður er ennþá að meðtaka þetta í rauninni.“ sagði Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur á Víkingur í dag í úrslitaleiknum fyrir Íslandsmeistaratitilinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
Hvernig komu menn stemmdir inn í leikinn?
„Það er óþægilegt að koma inn í svona úrslitaleik. Við erum búnir að spila 26 leiki og svo er allt undir í þessum leik. Bara stress í bland við einhvern spenning. Ólýsanleg tilfinning að klára þetta svona.“
Það var mikill kraftur í liði Blika í dag sem eltu Víkinga maður á mann um allan völl.
„Það var uppleggið að elta þá út um alltan völl. Svo snerist það um að vera klínískir í boxinu sem við vorum í dag.“
Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?
„Sturlað. Líka með þessa forystu, okkur leið mjög vel allan leikinn. Sturluð tilfinning.“
Ef þú lítur um öxl, hvernig finnst þér þetta tímabil hafa verið?
„Við hörkuðum marga leiki. Það er oft ávísun á að vinna titilinn, þetta þarf ekki altaf að vera fallegt. Við héldum alltaf í trúna sérstaklega þegar þetta er undir í seinasta leik. Við vorum á deginum okkar í dag.“
Nánar er rætt við Aron í spilaranum hér að ofan.