Fimmta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu klárast í kvöld. Ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool mæta Napoli á heimavelli og tryggja sér farseðilinn í næstu umferð með sigri.
Liverpool er með níu stig fyrir leikinn og Napoli átta stig. Napoli vann Liverpool á sínum heimavelli, en Napoli hefur verið í miklum vandræðum upp á síðkastið og ekki unnið í sex leikjum í röð. Í þriðja sæti riðilsins er Salzburg með fjögur stig og Genk á botninum með eitt stig.
Barcelona og Dortmund mætast í stórleik í F-riðlinum, en fyrir leikinn eru þetta tvö efstu lið riðilsins, Barcelona með átta stig og Dortmund með sjö stig. Inter, sem heimsækir Slavia Prag, er með fjögur stig.
Þá eru tveir leikir sýndir beint í H-riðlinum þar sem þrjú lið, Chelsea, Valencia og Ajax, eru öll með sjö stig.
Hér að neðan eru allir leikir dagsins, en með því að smella hérna má sjá stöðuna í riðlunum.
miðvikudagur 27. nóvember
E-riðill:
20:00 Genk - Salzburg
20:00 Liverpool - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
F-riðill:
20:00 Slavia Prag - Inter
20:00 Barcelona - Dortmund (Stöð 2 Sport 3)
G-riðill:
17:55 Zenit - Lyon
20:00 RB Leipzig - Benfica
H-riðill
17:55 Valencia - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Lille - Ajax (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir