Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. nóvember 2021 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind: Mjög gaman að fá markið skráð á sig
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum þegar Ísland vann 2-0 sigur á sterku liði Japan síðasta fimmtudagskvöld.

Hún sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag þar sem hún var spurð út í leikinn gegn Japan og leikinn sem framundan er gegn Kýpur í undankeppni HM.

„Við vorum gríðarlega skipulagðar í þessum leik. Við vorum að pressa hátt upp á velli og það skilaði sér, því þær áttu varla færi. Þetta var mjög flottur leikur frá A til Ö," sagði Berglind sem segist taka því hlutverki sem þjálfarinn gefur henni í næsta leik. Hún gerir engar kröfur.

„Maður tekur því hlutverki sem kemur. Steini ákveður liðið og ég reyni bara að gera mitt besta."

Hvernig var tilfinning að skora gegn Japan?

„Mjög góð, það var gaman að fá markið skráð á sig," sagði Berglind og hló. Hún fékk ekki mark - sem hún virtist í fyrstu hafa skorað - skráð á sig gegn Tékklandi á dögunum.

„Ég öskraði á Sveindísi, hún tók hann í fyrsta og kom með þessa frábæru sendingu. Ég þurfti bara að stýra honum í netið. Þetta var mjög ljúft."

Hún segist vera í góðu standi eftir meiðsli og er tilbúinn í leikinn við Kýpur. „Ég er í fínu standi," sagði Berglind. Leikurinn við Kýpur er á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner