Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. nóvember 2021 16:39
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Brighton og Leeds: Rodrigo og Raphinha snúa aftur
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Brighton og Leeds United.

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð. Brighton gerði sér ferð til Birmingham og mætti Aston Villa en þar unnu heimamenn 2-0 sigur. Í sömu umferð mætti Leeds liðið Tottenham Hotspur á útivelli og þeim leik lauk með 2-1 sigri Tottenham.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Aston Villa. Robert Sanchez, Joel Veltman og Neil Maupey koma allir inn í liðið.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir þrjár breytingar frá leiknum gegn Tottenham. Rodrigo, Raphinha og Junir Firpo kom inn í liðið hjá Leeds.

Leikurinn hefst klukkan 17:30.

Brighton: Sanchez, Lamptey, Cucurella, Webster, Dunk, Bissouma, Maupay, Trossard, Gross, Moder, Veltman.
(Varamenn: Steele, Mac Allister, Mwepu, Lallana, March, Duffy, Locadia, Richards, Sarmiento).

Leeds: Meslier, Dallas, Llorente, Cooper, Firpo, Phillips, Forshaw, Raphinha, James, Harrison, Rodrigo.
(Varamenn: Klaesson, Struijk, Cresswell, Shackleton, McCaron, Jenkins, Klich, Roberts, Gelhart).
Athugasemdir
banner
banner