Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. nóvember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota þurfti að fara snemma af FIFA móti
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Diogo Jota var besti maður vallarins þegar Liverpool vann 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Það var nóg að gera hjá Jota í dag því áður en leikurinn byrjaði - klukkan 15:00 - þá tók hann þátt í FIFA móti.

Jota er gríðarlega góður í tölvuleiknum vinsæla. Í apríl í fyrra stóð enska úrvalsdeildin fyrir keppni í FIFA 20 á meðal liða í deildinni. Hvert lið sendi einn fulltrúa til keppni og Jota vann mótið fyrir Wolves. Hann sigraði Trent Alexander-Arnold, núverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, í úrslitum.

Hann tók þátt í FIFA móti í morgun en þurfti að fara snemma til þess að geta mætt í leik Liverpool og Southampton á réttum tíma.

Jota mætti á réttum tíma og náði að skora tvö í fyrri hálfleiknum. Frábær sóknarmaður.

Sjá einnig:
Jota elskar tölvuleiki - Sá besti í FIFA í ensku úrvalsdeildinni


Athugasemdir
banner