
Kylian Mbappe var hetja franska landsliðsins í 2-1 sigri á Danmörku í gær en hann skoraði bæði mörkin og tryggði liðinu þar með sæti í 16 liða úrslitum.
Mbappe var með 29 landsliðsmörk fyrir leikinn og er því kominn með 31 mark. Með því jafnaði hann markafjölda Zinedine Zidane en hann lék með liðinu frá 1994-2006.
Mbappe og Zidane eru í 7. sæti yfir flest mörk skoruð með landsliðinu en Olivier Giroud jafnaði Thierry Henry á toppnum þegar hann skoraði í 4-1 sigri liðsins á Ástralíu í fyrstu umferð. Þeir eru með 51 mark.
Þar á eftir kemur Antoine Griezmann með 42 mörk, Michel Platini (41), Karim Benzema (37) og David Trezeguet (34).
Athugasemdir