
Fabrizio Romano, fótboltafréttamaður ársins, hefur tjáð sig varðandi möguleg félagsskipti Lionel Messi næsta sumar.
Samningur Messi við PSG rennur út næsta sumar og herma heimildarmenn The Times innan raða Inter Miami að bandaríska félagið sé nálægt því að ná samkomulagi við argentínska fótboltasnillinginn.
Romano segir að Messi sé ekki búinn að taka neina ákvörðun varðandi framtíðina og bendir á að hann eigi mikið af möguleikum. PSG ætlar að bjóða honum nýjan samning og þá gæti Barcelona reynt að fá hann aftur til sín ef fjárhagsmál félagsins lagast.
Messi er einbeittur að HM þessa stundina og mun ekki taka neina ákvörðun fyrr en á næsta ári.
Athugasemdir