
England og Bandaríkin skildu jöfn á föstudaginn í bragðdaufum leik.
Christian Pulisic leikmaður bandaríska liðsins og Chelsea var sáttur með stigið.
„Jafntefli er ekki það versta en mér líður eins og það voru kaflar sem við vorum fullir sjálfstraust og bjuggum til færi og gátum jafnvel unnið leikinn," sagði Pulisic.
Hann sendi Bandaríkjamönnum skilaboð.
„Til allra sem eru heima að horfa; Ég vona að við gerðum marga stolta. Vinnunni er langt frá því að vera lokið, það er mikil vinna framundan," sagði Pulisic.
Athugasemdir