Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur óskað Cristiano Ronaldo alls hins besta og þakkar honum fyrir tíma sinn hjá Manchester United.
Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United á dögunum og því er hann án félags sem stendur.
Rashford talaði um Ronaldo á blaðamannafundi enska landsliðsins.
„Það hefur verið ótrúleg reynsla að spila með honum. Hann er einn af fyrirmyndunum mínum og ég hef alltaf litið upp til hans. Ég óska honum alls hins besta og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Manchester United," sagði Rashford.
Rashford og félagar í enska landsliðinu eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Wales á þriðjudaginn en það verður lokaleikur liðsins í riðlakeppninni.
Athugasemdir