Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 27. nóvember 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti afganska sambandsins sakaður um að hafa hagrætt úrslitum
Mohammad Kargar.
Mohammad Kargar.
Mynd: Getty Images
Nokkrir fyrrum leikmenn landsliðs Afganistan saka forseta fótboltasambands þjóðarinnar, Mohammad Kargar, um að hafa skipað þeim að hagræða úrslitum í tveimur leikjum sem spilaðir voru á móti í Malasíu.

Fyrrum fyrirliðinn Djelaludin Sharityar og markvörðurinn Aimal Gerowal eru meðal þeirra sem saka Kargar um að hafa unnið í samstarfi við alræmda svindlara, Wilson Raj Perumal og Dan Tan, að því að hafa hagrætt úrslitum í leikjum gegn Síerra Leóne og Nepal árið 2008.

Kargar var þá landsliðsþjálfari en hann hefur verið forseti sambandsins síðan 2019. Hann er sagður hafa boðið hverjum leikmanni 2.500 dollara fyrir að hagræða úrslitum á æfingamótinu.

Sharityar segist hafa ásamt nokkrum öðrum leikmönnum í hópnum hafa hafnað því að taka þátt í hagræðingunni. Hann segist hafa reynt að tala Kargar af því að spila upp á að gera 2-2 jafntefli gegn Nepal en Kargar sagði það vera of seint því búið væri að plana allt.

Sharityar segist hafa verið svo reiður að hann hafi kastað stól í átt að þjálfaranum sínum og yfirgefið fundinn. Annar leikmaður sem vill ekki koma fram undir nafni segir að Kargar hafi hótað sér þegar hann neitaði að taka þátt. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Kargar heldur fram sakleysi sínu og segir að FIFA hafi rannsakað málið og hreinsað sig af sök.
Athugasemdir
banner
banner
banner