Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Verður De Gea lærisveinn Gerrard?
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea gæti verið á leið til Sádi-Arabíu, en þetta kemur fram í grein Sun.

De Gea, sem er 33 ára gamall, hefur verið án félags síðan samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Á dögunum var hann orðaður við spænska félagið Real Betis, en hann hefur ekki enn náð samkomulagi við félagið. Launakröfur hans standa í vegi fyrir að hann skrifi undir samninginn, en aðrar dyr gætu hafa opnast fyrir hann.

Sun segir frá því að sádi-arabíska félagið Al-Ettifaq sé að undirbúa samningstilboð handa kappanum. Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, þjálfar liðið.

Það er ekki eina félagið sem hefur áhuga á De Gea en Al-Nassr er einnig sagt áhugasamt og þá hefur hann verið orðaður við Inter-Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner