Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Mourinho myndi stökkva ef West Ham myndi bjóðast
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er sagður spenntur fyrir því að snúa aftur til Englands ef hann fær tækifæri til þess. Mourinho átti áður góð ár í enska boltanum, þá aðallega með Chelsea.

Mick Brown, fyrrum njósnari hjá West Ham, telur að Mourinho myndi hoppa á tækifærið ef stjórastarfið hjá Lundúnafélaginu myndi bjóðast.

„Frá því sem ég hef heyrt, þá hefði hann mikinn áhuga," sagði Brown um Mourinho við Football Insider.

„Hann á enn hús í London og það væri auðvelt fyrir hann að koma til baka. Mér er sagt að hann muni stökkva á tækifærið ef hann getur tekið við liði í London."

Það hefur verið pressa á Julen Lopetegui en hann náði í góðan sigur gegn Newcastle í byrjun vikunnar.

Mourinho er í dag stjóri Fenerbahce í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner