mið 27. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Mourinho myndi stökkva ef West Ham myndi bjóðast
Jose Mourinho er sagður spenntur fyrir því að snúa aftur til Englands ef hann fær tækifæri til þess. Mourinho átti áður góð ár í enska boltanum, þá aðallega með Chelsea.

Mick Brown, fyrrum njósnari hjá West Ham, telur að Mourinho myndi hoppa á tækifærið ef stjórastarfið hjá Lundúnafélaginu myndi bjóðast.

„Frá því sem ég hef heyrt, þá hefði hann mikinn áhuga," sagði Brown um Mourinho við Football Insider.

„Hann á enn hús í London og það væri auðvelt fyrir hann að koma til baka. Mér er sagt að hann muni stökkva á tækifærið ef hann getur tekið við liði í London."

Það hefur verið pressa á Julen Lopetegui en hann náði í góðan sigur gegn Newcastle í byrjun vikunnar.

Mourinho er í dag stjóri Fenerbahce í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner