Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 14:14
Magnús Már Einarsson
Brandur Olsen í Helsingborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sænska félagið Helsingborg hefur fengið færeyska landsliðsmanninn Brand Olsen frá FH. Þetta var tilkynnt í dag.

Samningur Brands við FH átti að renna út eftir næsta tímabil í Pepsi Max-deildinni en Helsingborg keypti hann í sínar raðir.

Hinn 24 ára gamli Brandur skrifaði undir þriggja ára samning við Helsingborg.

Á meðal miðjumanna sem Brandur mun berjast við um sæti í byrjunarliði Helsingborg er Daníel Hafsteinsson en hann kom til félagsins frá KA í sumar.

Brandur gekk í raðir FH frá Randers árið 2018. Brandur skoraði 16 mörk í 52 leikjum í deild og bikar fyrir FH.
Athugasemdir
banner
banner