Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 28. janúar 2020 15:43
Elvar Geir Magnússon
Hegerberg sleit krossband í hné
Kvenaboltinn
Ada Hegerberg, sem vann gullknött kvenna 2018, sleit krossband í hné á æfingu og mun ekki spila meira á tímabilinu.

Hegerberg er 24 ára og spilar fyrir Lyon. Hún hefur unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð með liðinu.

„Þetta er áfall fyrir mig en ég mun vinna mig í gegnum þetta af öllu hjarta og af öllum kafti. Það besta er enn framundan," segir Hegerberg.

Hegerberg er norsk og er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar kvenna.

Lyon er á toppi frönsku deildarinnar, með þriggja stiga forystu þegar átta umferðir eru eftir. Hegerberg hefur skorað fjórtán deildarmörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner