Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. janúar 2020 08:30
Aksentije Milisic
Man City fyrsta liðið til að skora 100 mörk í öllum keppnum
Mynd: Getty Images
Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Fulham í FA bikarnum um síðustu helgi. Fulham spilaði leikinn einum færri í um 80 mínútur en Tim Ream fékk rautt spjald í byrjun leiks fyrir brot á Jesus.

Í þessum leik varð Manchester City fyrsta liðið í fimm efstu deildum Evrópu til þess að skora 100 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.

Ilkay Gundogan kom City yfir úr vítaspyrnu og skoraði 99 markið á tímabilinu og stuttu seinna kom það hundraðasta en það var Bernando Silva sem gerði það. City bætti síðan við tveimur mörkum og hefur liðið nú gert 102 mörk það sem af er tímabilinu.

Þetta sýnir það sóknarleikur City er langt því frá það sem hefur verið að klikka hjá liðinu en meiðsli og óstöðugleiki í vörn liðsins hefur verið helsta veikleika merki liðsins á þessu tímabili. City er 16 stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á toppliðið leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner